Markþjálfun
Markþjálfun er fyrir alla þá sem vilja auka ástríðu, árangur og afköst.
Hlutverk markþjálfa er að styðja markþega í að finna hugrekki til að sækja sína drauma og framtíðarsýn. Markþjálfi beitir kerfisbundnum samtalsaðferðum og aðstoðar markþega að stytta leiðina að settu marki. Í markþjálfun felst samvinna markþjálfa og markþega þar sem rýkir traust og gagnkvæm virðing.
Í markþjálfun er unnið með styrkleika markþegans til að ýta undir áhuga hans og ástríðu.