Markþjálfun

Markþjálfun
Markþjálfun er fyrir alla þá sem vilja auka ástríðu, árangur og afköst.
Hlutverk markþjálfa er að styðja markþega í að finna hugrekki til að sækja sína drauma og framtíðarsýn.
Markþjálfi beitir kerfisbundnum samtalsaðferðum og aðstoðar markþega að stytta leiðina að settu marki.
Í markþjálfun felst samvinna markþjálfa og markþega þar sem ríkir traust og gagnkvæm virðing.
Í markþjálfun er unnið með styrkleika markþegans til að ýta undir áhuga hans og ástríðu.







Þrautseigja
- Er hæfileikinn til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti
- Hún birtist í því að standa upp aftur og aftur, þegar verkefni reynast erfið, þegar þreyta, efasemdir eða hindranir mæta á vegi okkar – og velja samt að halda áfram.
- Hún er andlegt úthald og viljastyrkur.
- Trúin á að það sé þess virði að halda áfram.
- Viljinn til að vaxa í gegnum erfiðleikana.
- Stöðugleiki og jafnvægi þegar álag eykst.
- Þrautsegja er ekki að vera sterk(ur) allan tímann – heldur að taka næsta skref, jafnvel þegar það er erfitt.