
Ragnhildur Kr. Einarsdóttir
Framhaldsnám í markþjálfun Profectus (haust 2023)
Markþjálfaranám Profectus (vor 2023)
Leiðbeinandi í Fyrstu hjálp og Skyndihjálp (2020)
Vettvangshjálp í óbyggðum (Björgunarskólinn 2017)
Kundalini Jógakennaranám (2015 – 2016)
Kerfisfræðingur HR (1996-1998)
Atvinnuflugmannsnám (Flugskóli Íslands 1987-1990)
Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands (1987)



Stunda útvist
Ég hef áhuga á útivist, fjallgöngum, skíðum og ferðalögum. Nýt þess að vera í góðra vina hóp og með dætrum mínum og fjölskyldu. Hef gaman af öllu mögulegu, ef félagsskapurinn er góður þá líður mér vel.
Er í björgunarsveit
Ég byrjaði nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík haustið 2012 og skrifaði undir sem björgunarsveitarmaður vorið 2014. Mér finnst gaman að starfa með sveitinni minni og láta gott af mér leiða. Ég hef kennt hjá þeim Fyrstu hjálp og séð um ýmis önnur verkefni.
Móðir tveggja dætra
Ég á tvær yndislegar dætur og það er fátt sem gefur mér meira en að fá að eyða tíma með þeim. Í dag eru þær orðnar fullorðnar, önnur flutt að heiman og hin svona rétt við það að fljúga úr hreiðrinu.
Afhverju markþjálfun
Markþjálfun er ferli sem miðar að því að styðja einstaklinga við að finna eigin lausnir, virkja styrkleika sína og ná markmiðum sínum. Í markþjálfun er lögð áhersla á að skapa traust og öruggt rými þar sem einstaklingurinn getur rannsakað eigin hugsanir og tilfinningar, aukið sjálfsþekkingu og tekið upplýstar ákvarðanir um framtíð sína. Ég starfa eftir hæfniviðmiðum og siðareglum ICF, sem tryggja faglega nálgun þar sem virðing, trúnaður og sjálfræði einstaklingsins eru ávallt í fyrirrúmi.
